Fréttir
  • Birna G Bjarnadóttir

1.3.2012

Birna aðstoðarmaður þjálfara Rótarýsjóðsins

Birna G. Bjarnadóttir, Rótarýklúbbnum Borgir í Kópavogi hefur tekið að sér verkefni sem Assistant Regional Rotary Foundation Coordinator eða aðstoðarmaður þjálfara Rótarýsjóðsins á svæði 16 frá og með 1. júli 2012. Tilnefningin kom frá  Wilfrid J. Wilkinson sem var alheimsforseti Rótarý 2007 – 2008 og verðandi formaður Rotary Foundation Trustees.

Wilfrid heimsótti Rótarýumdæmið á Íslandi starfsárið 2007-2008. Birna hefur þegar tekið þátt á einum undirbúningsfundi á netinu en mun sækja námskeið á vegum Rotary Sjóðsins í Vilnius í júníbyrjun.  Verkefnið er fólgið í miðlun upplýsinga og fræðslu um Rótarýsjóðinn. Svæði 16 nær til Danmerkur, Færeyja, Grænlands, Íslands og Litháen auk Hvíta Rússlands, Pólands, Úkraníu og hluta Svíþjóðar og Noregs. Birna hefur verið formaður GSE nefndar eða starfshópaskiptanefndar Rótarý umdæmisins á Íslandi frá 2007 og er núverandi forseti  Rótarýklúbbsins Borgir.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning