Rótárýklúbbar í Kópavogi styrkja frábæra nemendur við MK
Við útskrift hjá Menntaskólanum í Kópavogi 22. maí sl. veitti Rótarýklúbbur Kópavogs Arnari Frey Þrastarsyni 60 þúsund króna styrk fyrir einstakan árangur í raungreinum og Rótarýklúbburinn Borgir í Kópavogi veitti Tinnu Óðinsdóttur styrk að sömu upphæð fyrir góðan námsárangur í iðnnámi. Brautskráðir voru 271 nemi frá Menntaskólanum í Kópavogi á þessu vori sem eru fleiri nemar en áður í sögu skólans.
Af hálfu skólans hlutu eftirtaldir nemendur viðurkenningu fyrir góðan námsárangur:
• Alexandra Guttormsdóttir efnafræði, líffræði, jarðfræði
• Arnar Freyr Þrastarson stærðfræði, eðlilfræði, efnafræði, íslenska
• Bjarni Þór Sigurbjörnsson viðskiptagreinar, ensku,
• Daníel Þór Þorgrímsson spænska
• Davíð Örn Hreiðarsson þýska
• Elina Verzbicka stærðfræði
• Grétar Þór Björnsson kjötiðn
• Ingvi Þór Sæmundsson saga, félagsfræði
• Kristín Ýr L Sigurðardóttir franska, ferðagreinar
• Tinna Óðinsdóttir framreiðsla
• Torfi Þór Torfason matreiðsla
• Valdís Björk Þorgeirsdóttir sálfræði