Fréttir

14.2.2014

Golfmót rótarýklúbbanna 2014

Hið árlega golfmót rótarýklúbba á Íslandi verður að þessu sinni í umsjá Rótarýklúbbsins Reykjavík Breiðholt. Mótið verður haldið á Golfvelli GR í Grafarholti þann 26. júní 2014.

Keppt verður í punktakeppni með forgjöf hjá einstaklingum og sveitum. Þar að auki verður keppt um besta skor (brutto) einstaklinga og næst holu á öllum par 3 brautum. Makar rótarýfélaga eru velkomnir og hafa þeir möguleika á að keppa til allra verðlauna utan sveitarkeppninnar, en þar telja tveir bestu rótarýfélagar frá hverjum klúbbi. Skráning í mótið verður auglýst síðar. Öll holl verða ræst út frá fyrsta teig og rástímar verða frá kl. 9:00 um morguninn. Við ræsingu holla verður farið nánar yfir keppnisfyrirkomulag og staðarreglur.

Að loknum leik verður boðið upp á koníaksbætta sjávarréttasúpu með léttþeyttum rjóma sem er innifalin í verðinu. Þá verður verðlaunaafhending, dregið úr skorkortum og næsti klúbbur valinn til að halda mótið árið 2015. Þátttökugjald er kr. 6.900 á mann. Rótarýklúbbar eru beðnir um að upplýsa rótarýfélaga um mótið og hvetja til góðrar þátttöku. Nánari upplýsingar veita eftirtaldir félagar í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Breiðholt:

Bergþór Konráðsson  gsm. 691-6400, netf. bek@internet.is

Benóný Ólafsson  gsm. 660-2803, netf.mailto:benony@gamar.is

Jón L. Árnason   gsm. 856-7422, netf. jon.arnason@arionbanki.is

Snæbjörn Kristjánsson gsm. 840-1604, netf. snk@ferill.is


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning