Fréttir

7.12.2007

Uppselt á Hátíðartónleikana - möguleiki á aukatónleikum

Strax seldust upp allir miðar á Hátíðartónleika Rótarý 7. janúar nk. þar sem Víkingur Heiðar Ólafsson, sá sem fékk viðurkenningu Rótarý á sl. ári, leikur á píanó, bæði einleik og með félögum úr Blárarakvintett Reykjavíkur. Þá mun ung og efnileg sópransöngkona, Margrét Sigurðardóttir syngja við undileik Jónasar Ingimunarsonar. Þess má geta að Margrét er dóttir eins af söngstjórum Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar.

Alls seldust 300 miðar og margir hafa skráð sig á biðlista og er miklar líkur að aukatónleikar verði 8. janúar.

Þeir sem hafa áhuga, hafi samband við Salinn í s. 570 0400.

 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning