Rótarýstaup
Þrjúþúsundasti fundur Rótarýklúbbs Akraness var haldinn 11. nóvember síðastliðinn. Að því tilefni var útbúið staup, Rótarýstaupið svokallaða, sem selt hefur verið á litlar fimmhundruð krónur stykkið.
Þrjúþúsundasti fundur Rótarýklúbbs Akraness var haldinn 11. nóvember síðastliðinn. Að því tilefni var útbúið staup, Rótarýstaupið svokallaða, sem selt hefur verið á litlar fimmhundruð krónur stykkið. Fjármunirnir sem fengnir hafa verið af sölu staupsins hafa farið í góð málefni sem Rótarýklúbbur Akraness styður. Ber að nefna helst að í tilefni af þrjúþúsundasta fundinum var Mæðrastyrksnefnd á Akranesi styrkt sérstaklega. Enn eru um fjörutíu staup eftir og gefst Rótarýfélögum og öðrum síðasta tækifæri nú til að næla sér í Rótarýstaup. Sendið tölvupóst eða hringið í undirritaðan ef þið viljið kaupa Rótarýstaupið. Verðið á Rótarýstaupinu er 500 kr. auk sendingarkostnaðar. SA steialm@simnet.is, s. 849 28 10.