Fréttir
Námsstyrkir til Georgíu í boði
Rótarýfélagar í Georgíufylki í Bandaríkjunum veita árlega 70-80 styrki til eins árs náms í háskóla í fylkinu, og Íslendingum er boðið að sækja um þá. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 18-24 ára, vera góðir námsmenn og hafa lokið stúdentsprófi þegar styrktímabil hefst.
Börn Rótarýfélaga geta sótt um til jafns við aðra, en Georgíumenn ákveða í hvaða skóla hver styrkþegi fer. Um 60 Íslendingar hafa hlotið þennan styrk. Umsóknarfrestur er til 30. september ár hvert. Nánari upplýsingar má fá hér og umsóknareyðublöð má finna á vefsíðunni grsp.org og á umdæmisskrifstofu. (Sjá einnig tengil undir Flýtileiðir)