Fréttir
  • Heimsókn í Marel

14.1.2010

Fróðleg heimsókn til Marel

Rótarýklúbbur Reykjavík-Grafarvogur heimsótti Marel hf í Garðabæ miðvikudaginn 13. Janúar 2009.

Rótarýklúbbur Reykjavík-Grafarvogur heimsótti Marel hf í Garðabæ miðvikudaginn 13. Janúar 2009. Hörður Valgeirsson verkfræðingur tók á móti fríðum hópi rótarýfélaga og hélt mjög svo fróðlega kynningu á fyrirtækinu, stofnun þess, þróun og vexti sem hefur verið ævintýralegur á síðustu árum. Eftir fyrirlesturinn var farinn hringur um fyritækið og framleiðslan barin augum undir leiðsögn Harðar. Það er greinilegt að hér er á ferðinni glæsilegt framleiðslufyrirtæki, stærst og örugglega best á sínu sviði á heimsvísu. Til hamingju Marel menn (og konur) með aldeilis frábært fyrirtæki.

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning