Fréttir
  • Pólíó plús

8.9.2011

Markmiðið náðist í áheitasöfnun Rótarý

Alls söfnuðust 318 þúsund krónur til Pólíó plús verkefnisins í formi áheita í tengslum við nýafstaðið Reykjavíkurmaraþon. Hæsta einstaka framlagið, rúmar 80.000 krónur, kom frá Rótarýklúbbnum Reykjavík – Breiðholt. Knútur Óskarsson, formaður Pólíó plús nefndarinnar og forseti Rótarýklúbbs Mosfellssveitar, heimsótti Breiðholtsklúbbinn á dögunum og tók þar við framlagi klúbbsins úr hendi Ingvars Pálssonar forseta.

Knútur þakkaði rausnarskap Breiðhyltinga og áréttaði að helsta verkefni nýhafins starfsárs Rótarýhreyfingarinnar sé lokahnykkur Pólíó plús verkefnisins. „Markmið alþjóðahreyfingarinnar er að safna 200 milljónum bandaríkjAfhending styrks til Pólíó Plúsadala fyrir lokaáfangann. Ef það tekst munu Microsoft-hjónin Bill og Belinda Gates leggja fram 355 milljónir USD til verkefnisins,“ sagði Knútur. Hann sagði ennfremur að Tryggvi Pálsson umdæmisstjóri hafi, ásamt stjórn umdæmisins, ákveðið að eitt mikilvægasta verkefni starfsársins yrði að taka áskorun heimssamtakanna með og leggja hönd á plóg  í lokaátakinu við að útrýma lömunarveiki í heiminum. „Það væri ekki vandi fyrir Íslenska Rótarýumdæmið að bregðast við þessari bón alþjóðasamtakanna ef aðrir klúbbar brygðust eins við eins og þið,“ sagði Knútur við Breiðhyltingana.

Auk Knúts eru í nefndinni Kristinn Jóhannesson Rkl. Keflavíkur, Sigurjón Pétursson Rkl. Hafnarfjarðar og Þorsteinn G. Gunnarsson, Rkl. Reykjavík – Breiðholt. Nefndin ákvað í upphafi tímabilsins að verkefni hennar væri þríþætt:

  1. Kynning á verkefninu með þátttöku í áheitasöfnun Reykjavíkur Maraþons.
  2. Taka ríkan þátt í hvatningu umdæmisstjóra um að hver klúbbur greiddi sem samsvaraði 100 dollurum fyrir hvern klúbbfélaga til verkefnisins eða um 10.500 krónur.
  3. Lokaátak, sem kynnt verður síðar.

Með áheitasöfnuninni í Reykjavíkurmaraþoninu vonaðist nefndin til að safna 300 til 400 þúsund krónum og það tókst. Eins og áður sagði var hæsta einstaka framlagið frá Rkl. Reykjavík-Breiðholt en sá hlaupari sem safnaði mestum áheitunum var Guðni Gíslason, Rkl. Hafnarfjarðar sem safnaði 142.000 krónum.

Á myndinni má sjá Knút Óskarsson, formann Pólíó plús nefndarinnar, Ingvar Pálsson, forseta Rkl. Reykjavík-Breiðholt og Bergþór Konráðsson sem hafði veg og vanda af söfnuninni innan klúbbsins.

 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning