Fréttir

14.7.2014

Snorri Þorsteinsson, fyrrum umdæmisstjóri, látinn

Snorri Þorsteinsson, fyrrum umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi, lést sl. miðvikudag 9. júlí, 83 ára að aldri. Snorri var félagi í Rótarýklúbbi Borgarness og var verðandi forseti klúbbsins 2014-2015. Hann gegndi embætti umdæmisstjóra 1999-2000. Snorri var lengi kennari við Samvinnuskólann á Bifröst og fræðslustjóri Vesturlands frá 1975 til 1996. Snorri veitti Skólaskrifstofu Vesturlands forstöðu frá 1996 til 2000. Hann var kvæntur Eygló Guðmundsdóttur, en hún lést árið 2012.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning