Fréttir

9.8.2012

Borgnesingar mættu best

Grafarvogur, Ólafsfjörður og Borgir Kópavogi fylgja fast á eftir

Félagar í Rótarýklúbbi Borgarness  mættu best á fundi og voru með 90% mætingu á síðara hluta sl. starfsárs, frá 1. janúar til 30. júní. Rkl. Rvk-Grafarvogur var í öðru sæti með 89% mætingu og Rkl. Ólafsfjarðar og Rkl. Borgir Kópavogi voru með 80% mætingu.

Sjö klúbbar eru með undir 50% mætingu og er það áhyggjuefni, sömuleiðis að einn klúbbur skrái ekki mætingu í félagakerfið eins og öllum klúbbum ber skylda til. Ekki er marktæk mæting hjá E-rótarý Ísland sem var stofnaður í lokamánuði starfsársins.

Annars virðist mæting vera almennt nokkuð góð en tölurnar eru byggðar á skráningu klúbbanna sjálfra í félagakerfið. Nýlega voru gerðar lagfæringar á félagakerfinu og enn auðveldara er nú að skrá mætingu.

Forseti og ritari í hverjum klúbbi ber ábyrgð á skráningu mætinga og formenn nefnda (klúbbnefnda og umdæmisnefnda) bera ábyrgð á skráningu funda og mætinga á nefndafundum.


Röð

Klúbbur

Mæting

1 Rótarýklúbbur Borgarness 90%
2 Rótarýklúbburinn Rvík- Grafarvogur 89%
3 Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar 80%
4 Rótarýklúbburinn Borgir-Kópavogur 80%
5 Rótarýklúbbur Selfoss 78%
6 Rótarýklúbbur Húsavíkur 76%
7 Rótarýklúbbur Ólafsvíkur 74%
8 Rótarýklúbbur Ísafjarðar 73%
9 Rótarýklúbbur Héraðsbúa 72%
10 Rótarýklúbbur Sauðárkróks 72%
11 Rótarýklúbbur Akureyrar 71%
12 Rótarýklúbburinn Rvík-Árbær 71%
13 Rótarýklúbbur Rangæinga 66%
14 Rótarýklúbbur Vestmannaeyja 66%
15 Rótarýklúbbur Mosfellssveitar 64%
16 Rótarýkl. Straumur-Hafnarfjörður 63%
17 Rótarýklúbbur Keflavíkur 63%
18 Rótarýklúbbur Neskaupstaðar 63%
19 Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar 61%
20 Rótarýklúbburinn Rvík-Breiðholt 61%
21 Rótarýklúbbur Seltjarnarness 56%
22 Rótarýklúbburinn Görðum 52%
23 Rótarýklúbbur Kópavogs 49%
24 Rotary Reykjavík International 48%
25 Rótarýklúbbur Reykjavíkur 48%
26 Rótarýklúbburinn Rvík-Austurbær 45%
27 Rótarýklúbbur Akraness 43%
28 Rótarýklúbburinn Rvík-Miðborg 41%
29 Rótarýklúbburinn Þinghóll - Kópavogur 30%
30 eRótarý Ísland 22%
31 Rótarýklúbbur Eyjafjarðar 0%Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning