Fréttir

22.3.2007

Fréttir frá rótarýklúbbum

Hvað er Rótarý? Við þessari spurningu geta rótarýfélagar fengið svar í sínum klúbbi eða á heimasíðu Rótarý, en því miður að mjög takmörkuðu leiti svar við spurningunni hvað aðrir klúbbar eru að gera, hverjir starfa þar, hver eru sérkenni þessara klúbba, hvað gera þeir t.d. á sumrin, eða hvað hafa þeir tekið að sér sem sérverkefni sem þó samrýmast stefnu Rótarýhreyfingarinnar.

Ritnefnd vefsíðu Rótarý, www.rotary.is, sem nýlega var skipuð af Guðmundi Björnssyni umdæmisstjóra, hyggst reyna að bæta úr því með því m.a. að leita eftir fréttum úr klúbbunum, taka viðtöl við forystumenn þeirra eða óbreyttan félagsmann sem hefur frá einhverju skemmtilegu eða sérstöku að segja frá.

Eru klúbbarnir að styrkja einhver sérverkefni í sinni heimabyggð, og af hverju? Hver eru þau? Geta aðrir klúbbar tekið sér þau til fyrirmyndar?

Allar hugmyndir um efni eru þess virði að þær séu skoðaðar, það er svo mat ritnefndar hvort svo sé gert, en við sem sitjum í nefndinni höfum lengi starfað í blaðamennsku.

Rótarýfélagar um allt land eru kvattir til að senda fréttir eða hafa samband með ábendingar eða tillögur.

Geir A. Guðsteinsson formaður s. 898 5933 geirgudsteinsson@simnet.is

Vigdís Stefánsdóttir s. 824 5574 vigdisst@landspitali.is


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning