Skilaboð frá umdæmisstjóra og undirbúningsnefnd umdæmisþings um gistingu.
Eins og fram kom í tölvupósti er dreift var til klúbbanna miðvikudaginn 16. maí fékk undirbúningsnefnd í upphafi rangar upplýsingar um bókun gistingar og reyndar einnig um mismunandi verð á gistingu. Þá var fyrir fáum dögum opnað nýtt hótel hér í bæ, Hótel Keilir, sem nú hefur einnig sent okkur tilboð í gistingu.
Hótel Keflavík annast ekki bókanir fyrir önnur hótel í bænum en þau eru:
1. Flughótel á horni Hafnargötu og Vatnsnesvegar í Keflavík. Hótelið býður:
a. 2 manna standard herbergi: 10.800 kr/sólarhring m/morgunmat
b. 1 manns standard herbergi: 8.000 kr/sólarhring m/morgunmat
c. ný delux 2 manna herbergi: 12.900 kr/sólarhring m/morgunmat
Bókunarsími: 421 5222, netfang: flughotel@icehotels.is, www.flughotel.is
2. Hótel Keilir við Hafnargötu í Keflavík. Hótelið býður:
a. 2 manna standard herbergi: 11.900 kr/sólarhring m/morgunmat
b. 1 manns standard herbergi: 9.900 kr/sólarhring m/morgunmat
c. svíta: 16.900 kr/sólarhring m/morgunmat
Bókunarsími: 420 9800, www.hotelkeilir.is
F.h. undirbúningsnefndar,
Guðmundur Björnsson umdæmisstjóri