Fréttir
  • Flóamarkaður eRotary augl13

13.12.2013

Flóamarkaður eRótarý

Alla sunnudaga til jóla!

Rótarýklúbburinn eRótarý Ísland heldur flóamarkað til styrktar Konukoti - athvarfi fyrir heimilislausar komur.
Þar má finna föt, skart, skó og margt fallegt í jólapakkann!
Opið alla sunnudaga fram að jólum kl. 13 - 17 að Eskihlíð 4 - þar sem fjölskylduhjálpin var áður til húsa.

Heitt verður á könnunni, barnahorn, góð kaup!

Það er góðgerðanefnd klúbbsins, með Valdísi Guðmundssdóttur í forystu, sem hefur haft veg og vanda af allri skipulagningu vegna þessa verkefnis. Aðrir meðlimir góðgerðanefndarinnar eru María Stefánsdóttir og Ragnheiður Björgvinsdóttir.

Þetta er fyrsta samfélagsverkefni eRótarý og þær stöllur hafa staðið sig með eindæmum vel í allri skipulagningu. Vakin hefur verið athygli á þessu góðgerðaverkefni í morgunútvarpi Bylgjunnar í þættinum „Í bítið“ og Valdís hefur einnig farið í útvarpsviðtal.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning