Fréttir

27.3.2007

PETS- mótið á Akureyri.

Íslenska rótarýumdæmið hélt árlegt fræðslumót fyrir verðandi forseta á Akureyri laugardaginn 3. mars s.l., en verðandi umdæmisstjóri fyrir næsta rótarýár, Pétur Bjarnason, kemur frá Rótarýklubbi Akureyrar. 

PETS- mótið á Akureyri.

 

Íslenska rótarýumdæmið hélt árlegt fræðslumót fyrir verðandi forseta á Akureyri laugardaginn 3. mars s.l., en verðandi umdæmisstjóri fyrir næsta rótarýár, Pétur Bjarnason, kemur frá Rótarýklubbi Akureyrar. Mótið var haldið í húsakynnum Háskólans á Akureyri við hinar ákjósanlegustu aðstæður. Nokkrir verðandi forsetar og allir fulltrúar umdæmisins mættu kvöldið áður og tóku þátt í fjölmennum sameiginlegum fundi Rótarýklúbbs Eyjafjarðar og Rótarýklúbbs Akureyrar sem tókst með miklum ágætum og sagt var frá hér á síðunni nýverið.

 

Fræðslan var vel sótt en 24 verðandi forsetar eða fulltrúar þeirra mættu á námskeiðið. Fjallað var um hefðbundið efni í rótarýfræðslu fyrir verðandi forseta og var megin áherslan á fræðslu um málefni er vörðuðu Alþjóðahreyfinguna og umdæmið.  Þannig var farið yfir sögu hreyfingarinnar, grundvallarlög hennar og starfsskipulag, Rótarýsjóðinn, sögu hans, uppbyggingu styrktarsviða og  úthlutunarreglur. Um almenna fræðslu sáu Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi umdæmisstjóri og formaður Pólío ? Plús nefndar umdæmissins og Sigurður R. Símonarson, umdæmisleiðbeinandi. Auk þeirra stýrðu umræðuhópum Ellen Ingvadóttir, tilnefnd umdæmisstjóri og verðandi aðstoðarumdæmisstjórarnir Ólafur Jónsson og Magnús Magnússon. Pétur Bjarnason, verðandi umdæmisstjóri flutt ræður um áherslur verðandi Alþjóðaforseta og leiðir forseta klúbbanna til þess að efla starfsemi þeirra.

 

Mótið þótti takast í alla staði mjög vel og voru þátttakendur mjög virkir bæði í umræðuhópunum og í fyrirspurnum og umræðum að erindunum loknum.

 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning