Fréttir

7.8.2007

Rótarýklúbbur Kópavogs í landgræðsluferð

Árleg landgræðsluferð Rótarýklúbbs Kópavogs var farin 10. júlí sl. upp í Lækjarbotna þar sem áburði var dreift á allstórt svæði í landgræðslureit klúbbsins. Áburðinn fékk Rótarýklúbburinn að gjöf frá Kópavogsbæ. Tíu félagar mættu í ferðina og áttu ánægjulega stund í góðra vina hópi. Að lokinni áburðadreifingunni var farin kynnisferð um Heiðmörk undir leiðsögn Vilhjálms Einarssonar, eins félaga í Rótarýklúbbi Kópavogs sem er mjög vel kunnugur Heiðmörkinni.

 

 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning