Fréttir

5.9.2016

Styrkur Tónlistarsjóðs Rótarý

Umsóknarfrestur er til 8. október

Tónlistarsjóður Rótarý á Íslandi auglýsir eftir styrkumsóknum. Sjóðurinn veitir ungu fólki, sem skarað hefur fram úr á einhverju sviði tónlistar og stefna á að gera tónlist að meginstarfi, viðurkenningu í formi fjárstyrks til frekara náms.
Styrkurinn verður veittur í janúar 2016 og er að upphæð kr. 800.000. 
Umsóknarfrestur er til 8. október n.k.

Umsóknum skal skilað til skrifstofu Rótarý á Íslandi, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. rotary@rotary.is.

Úthlutanir frá upphafi:

  • 2015: Baldvin Oddsson trompetleikari og Sólveig Steinþórsdóttir fiðluleikari. - Sjá frétt
  • 2014: Lára Bryndís Eggertsdóttir orgelleikari - Sjá frétt
  • 2013: Fjölnir Ólafsson, barítónsöngvari, og Matthías Ingiberg Sigurðsson, klarínettuleikari og tónsmiður. - Sjá frétt
  • 2012: Andri Björn Róbertsson bassabarítónsöngvari og Hulda Jónsdóttir fiðluleikari. - Sjá frétt
  • 2011: Sólveig Thoroddsen Jónsdóttir hörpuleikari. - Sjá frétt
  • 2010: Herdís Anna Jónasdóttir sópran og Jóhann Már Nardeau trompetleikari. - Sjá frétt
  • 2009: Ögmundur Þór Jóhannesson gítarleikari. - Sjá frétt
  • 2008: Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari og Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari. Sjá frétt
  • 2007: Bragi Bergþórsson tenór - Sjá frétt
  • 2006: Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari
  • 2005: Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari.

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning