Ögmundur Þór Jóhannesson hlaut Rótarýstyrkinn
Fyrsti gítarleikarinn sem hlýtur styrkinn
Ögmundur Þór Jóhannesso, 28 ára gítarleikari hlaut 500 þús. kr. styrk úr Tónlistarsjóði Rótarý á árlegum hátíðartónleikum Rótarýumdæmisins á Íslandi sem haldnir voru í Salnum í kvöld. Afsprengi þessa árlega tónleikahalds er Tónlistarsjóður Rótarý, en fyrst var úthlutað úr sjóðnum í tilefni af 100 ára afmæli Rótarýhreyfingarinnar í janúar 2005. Ögmundur Þór fæddist í Reykjavík árið 1980. Hann lauk burtfararprófi í gítarleik frá Tónlistarskóla Kópavogs með láði vorið 2000. Ögmundur hefur sótt fjölda námskeiða hjá heimsþekktum gítarleikurum og hefur hlotið viðurkenningar og verðlaun hér á landi og erlendis. Ögmundur hefur sótt fjölda námskeiða hjá heimsþekktum gítarleikurum og hefur hlotið viðurkenningar og verðlaun hér á landi og erlendis.