Sólveig Thoroddsen Jónsdóttir hlaut styrk úr Tónlistarsjóði Rótarý
Á glæsilegum stórtónleikum Rótarý sem fram fóru í Salnum 7. janúar hlaut Sólveig Thoroddsen Jónsdóttir hörpuleikari styrk úr Tónlistarsjóði Rótarý.
Ólafur Egilsson formaður sjóðsstjórnar og Margrét Friðriksdóttir umdæmisstjóri afhentu Sólveigu styrkinn kr. 750.000 ásamt árituðu viðurkenningarskjali. Þetta er í sjöunda skiptið sem veitt er úr sjóðnum en alls hafa 9 einstaklingar fengið styrk.
Ljósm: Markús Örn Antonsson.