Fréttir
Treystum samfélagið - Tengjum heimsálfur
Þema starfsársing 2010 - 2011
Þema starfsársins 2010 - 2011 að ákvörðun verðandi heimsforseta Ray Klinginsmith er Building Communities - Bridging Continents. Hefur verðandi umdæmisstjóri, Margrét Friðriksdóttir þýtt þetta sem Treystum samfélagið - Tengjum heimsálfur.

Umdæmisþing verður 5. júní nk. í umsjón Rkl. Reykjavíkur-Breiðholt en umdæmisþing fyrir næsta starfsár verður 15.-16. október í Menntaskólanum í Kópavogi. Tímasetningin er ein af mörgum breytingum sem eru í undirbúningi.