Fréttir

30.10.2017

Erlendir skiptinemar á vegum Rótarý

Sjö erlendir skiptinemar dveljast hér á landi þetta skólaár á vegum Rótarý hjá íslenskum fjölskyldum og stunda nám í framhaldsskólum. Hin alþjóðlegu nemendaskipti Rótarý eru mikilvæg og þjóna göfugum tilgangi í samræmi við stefnumál hreyfingarinnar um eflingu vináttu og friðar þjóða í milli.

 

Erlendu skiptinemarnir á umdæmisþingi Rótarý. Talið frá vinstri: Febe, Emma, Caleb John, Son In Hye, Nina og Claudia Sofia. Joao Pedro var fjarverandi.


Rótarýklúbbarnir á Íslandi efna til samstarfs við klúbba erlendis um að skiptast á nemum til ársdvalar og skólagöngu. Æskulýðsnefnd umdæmisins undir forystu Hönnu Maríu Siggeirsdóttur hefur unnið afar gott starf við skipulagningu nemendaskiptanna, og umdæmið styrkir fjárhagslega þá klúbba sem taka þátt. Klúbbarnir sækja um þátttöku og tilnefna nemendur á sínum vegum. Það þarf að gerast í síðasta lagi 1. desember n.k. vegna skólaársins 2018-2019.

Á umdæmisþingi Rótarý í Mosfellsbæ fyrr í þessum mánuði voru erlendir skiptinemar viðstaddir og kynntir sérstaklega auk gestgjafaklúbba hér á landi og fósturforeldra.

Tveir nemendur eru á vegum Rkl. Borgarness og stunda nám í Menntaskóla Borgarfjarðar. Það eru Febe Bonini frá Ítalíu. Fósturforeldrar Geirlaug Jóhannsdóttir og Stefán Sveinbjörnsson. Einnig Emma Larkin Pope McCright frá Bandaríkjunum. Fósturforeldrar Þóra Árnadóttir og Hafsteinn Ó. Þórisson.

Á vegum Rkl. Reykjavík Austurbær dvelst hér Caleb John Abenroth frá Bandaríkjunum, sem er í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Fósturforeldrar Kristrún Víkingsdóttir og James P. Schroeder.

Rkl. Reykjavík Árbær tekur á móti Son In Hye frá S-Kóreu, sem er í Borgarholtsskóla. Fósturforeldar Brynja Jónsdóttir og Ásgeir Eggertsson.

Rkl. Borgir Kópavogi tekur á móti Joao Pedro Ferracini frá Brasilíu. Hann er í Menntaskólanum í Kópavogi. Fósturforeldrar Jónína Þrúður Stefánsdóttir og Halldór Sigurðsson.

Tvær stúlkur eru á vegum Rkl. Reykjavík Grafarvogur og stunda nám Borgarholtsskóla. Það eru þær Nina Eichhorn frá Austurríki og Claudia Sofia Jimenez Montalvo frá Ekvador.

                                                                                                                                                           Texti og myndir / MÖA


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning