Fréttir af starfinu

Ungmennaskipti á milli fjölskyldna

Tækifæri í boði

Æskulýðsnefndinni hafa borist tvær beiðnir um „fjölskyldu til fjölskyldu“ skipti. Það eru skipti milli tveggja fjölskyldna í sitt hvoru landinu, þar sem tveir unglingar af sama kyni og svipuðu reyki fá að vera saman í alla vega 6 vikur eða allt að 12 vikur á heimili hvors annars. Þá eru unglingarnir saman og eru helminginn af tímanum í öðru landinu og helminginn af tímanum í hinu landinu.

Á ekki einhver ykkar ungling sem barn eða barnabarn, sem vill taka þátt í svona skiptum?

Heimili unglinganna borga allan kostnað bæði fargjald og uppihald þetta er ekki á kostnað Rótarý en rótarýklúbbur þarf að senda unglinginn.

Rótarýhreyfingin er með svona skipti til að auka víðsýni og vinskap milli fólks og landa og stuðla þannig að friði í heiminum.
Unglingarnir tveir sem nú eru að banka uppá eru stúlka frá Frakklandi fædd í apríl 1998 og býr í Allouagne. og Drengur frá USA, sem verður 16 ára innan nokkurra mánaða. (District 5100 S-Washington ríki og N-Oregon ríki)

Hanna María Siggeirsdóttir formaður æskulýðsnefndar umdæmisins veitir glöð allar upplýsingar um stúdentaskiptin.
sími 8933141, youth@rotary.is


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning