Fréttir

22.2.2007

Hvað er Rótarý?

Uppbygging hreyfingarinnar ? íslenska umdæmið

Grein eftir Guðmund Björnsson umdæmisstjóra.

Rótarýhreyfingin er alþjóðleg friðar- og mannúðarhreyfing er starfar í 168 löndum í öllum heimsálfum. Rótarý er hreyfing fólks sem sameinast um þá ósk að þjóna öðrum án tillits til trúarbragða, stjórnmála, kynþátta eða þjóðernis. Þessi alþjóðlegu samtök standa fyrir mannúðar- og menningarstarfi, stuðla að sem bestu siðgæði í öllum starfsgreinum og hvetja til góðvildar og friðar í heiminum. Kjörorð hreyfingarinnar er: ?Þjónusta ofar eigin hag? (Service Above Self). Félagar í Rótarýhreyfingunni eru yfir 1,2 milljónir í um 32.000 klúbbum sem skipt er niður í 530 umdæmi.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning