Fréttir
Auðvelt að finna fundi
Nú er auðveldara að finna rótarýfundi hér á landi og í útlöndum en vefnefnd umdæmisins hefur yfirfarið heimsíðu Rótarýumdæmisins og gert ýmsar lagfæringar. M.a. er kominn nýr tengill á vinstri hlið síðunnar inn á fundartíma rótarýklúbbanna eftir dögum og á þeirri síðu er einnig tengill inn á leitarsíðu RI þar sem finna má fundi eftir löndum og bæjum og dugir að skrifa inn fyrstu stafi í nafni viðkomandi borgar.
Klúbbforsetar eru hvattir til að uppfæra upplýsingar um klúbbanna, fudnarstaði, tíma og símanúmer klúbbtengiliðs á heimasíðu RI. Allir forsetar og ritarar hafa aðgang að þessum upplýsingum hér.