Fréttir

30.11.2007

Rótarýfélagar lesa fyrir heimilisfólk á Eir

Rótarýklúbbur Grafarvogs í samstarfs við Eir og Foldasafn.

Þann 14. nóvember var innsiglað samkomulag Rótarýklúbbsins í Grafarvogi við Borgarbókasafnið í hverfinu um upplestur fyrir heimilisfólk á hjúkrunarheimilinu Eir. Félagar í rótarýklúbbnum lesa vikulega fyrir heimilisfólkið og bókasafnið útvegar lesefni. Hefur þetta ágæta framtak mælst mjög vel fyrir hjá hlustendum, sem eru ánægðir með dægrastyttinguna. Lesarar eru einnig ánægðir með að koma inn í þetta rólega umhverfi og finna þakklæti áheyrenda. Þetta framtak er gott dæmi um samstarf ólíkra aðila á heimavelli, sem er öllum til gagns.

Á meðfylgjandi mynd er Júlíana Árnadóttir sem sér um dægradvöl á Eir, María Ingvadóttir forseti Rótarýklúbbsins og Lilja Ólafsdóttir safnstjóri Foldasafns.

 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning