Fréttir

21.3.2010

Kannski orkuríkasta hérað landsins?

Haldin verður ráðstefna í Gunnarsholti þann 25. mars á vegum Rótarýklúbbs Rangæinga. Yfirskrift ráðstefnunnar er Rangárþing - orkuríkasta hérað landsins? Tilefnið er niðurstaða faghópa Rammaáætlunar, sem birt var í mars, segir Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri og rótarýfélagi.

Tilefnið er niðurstaða faghópa Rammaáætlunar, sem birt var í mars, segir Sveinn Runólfsson lanðgræðslustjóri og Rótarýfélagi.  Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni er Guðmundur Ómar Friðleifsson jarðfræðingur en hann vann við kortlagningu jarðhita á Torfajökulsvæðinu í mörg ár sem og Hágöngusvæðinu og Vonarskarði.  Guðmundur fjallar um þessi háhitasvaði í erindi sínu.  Ég mun væntanlega segja frá hvernig þessi svæði eru og hver séu hin fagurfræðilegu og jarðhitalegu verðmæti sem falin eru i þessu svaði, hvort heldur i sérstöðu eða getu til orkuvinnslu," segir Guðmundur.  Nú eru faghópar i rammaáætlun nýbúnir að skila sínum niðurstöðum og þar eru sjö undirsvæði í Torfajökli meðal annars gerð að einu svæði i niðurstöðum matsins.  Guðmundur segir Torfajökulssvæðið vera talið eitt af öflugustu háhitasvæðum landsins.  Umræðan kemur því inn á það hvaða möguleikar eru á nýtingu, en ef hinsvegar allt er friðað, hverju myndi þetta orkuríka hérað Rangárþing þá sjá á eftir? Ég hef áður reynt ad lýsa sérstöðu þessara svæða með tilliti til jarðhitans og vil fjalla um hvað hefur gríðarlegt verndargildi og hvað minna frá nýtingarsjónarmiði.  Jafnvel benda á möguleika á hvernig nýting og nátturuvernd geta farið saman."  Áhrif orkunýtingar Margir aðrir fyrirlestrar verða í boði á ráðstefnunni en meðal annars verður fjallað um áhrif orkunýtingar á nátturufar, ferðatjónustu og byggðaþróun og einnig verður kynning á háskólasamfélaginu í Gunnarsholti.

Dagkránin verður sett kl. 10.15 og lýkur kl. 15.45. Fundarstjóri verður Drífa Hjartardóttir. Ráðstefnan er öllum opin og er ókeypis. Dagskrána má nálgast hér.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning