Fréttir

31.5.2010

Hugleiðing Jóns Þórs Sigurðssonar forseta Rótarýklúbbs Grafarvogs í Rótarýmessu þann 30.5.2010

Rótarýmessa, hvað er nú það? Er þetta ekki einhver vitleysa, á Rótarýhreyfingin ekki að vera félagsskapur yfir stjórnmál og trúfélög hafin?

Hvað á kristin trú sameiginlegt með Rótarý hugsjóninni?

Rótarý messa, hvað er nú það? Er þetta ekki einhver vitleysa, á Rótarýhreyfingin ekki að vera félagsskapur yfir stjórnmál og trúfélög hafin?

Hvað á kristin trú sameiginlegt með Rótarý hugsjóninni?

Paul Harris stofnaði fyrsta Rótarýklúbbinn í Chicago 23. febrúar 1905. Hann var ungur lögfræðingur þá nýfluttur til borgarinnar og þótti harkan í viðskiptalífinu full mikil, virðing og sanngirni lítils virt.
Þeir voru fimm félagarnir sem hittust á skrifstofu eins þeirra og fyrsti rótarýfundurinn var orðinn að veruleika. Félagar í Rótarýhreyfingunni í dag telja á aðra milljón í 33,000 klúbbum.

En fyrir hvað stendur Rótarýhreifingin?

Þjónusta ofar eigin hag er slagorð sem lýsir grunngildum Rótarý, að vera tilbúinn að setja eigin hag til hliðar og leggja sitt af mörkum til samfélagsins.
Meðal verkefna sem Rótarý stendur fyrir má nefna Polio plus verkefnið sem gengur út á að bólusetja börn gegn lömunarveiki og hefur markið verið sett á útrýmingu þessa hræðilega sjúkdóms sem oftar en ekki bindur ungt fólk við hjólastól fyrir lífstíð.
Vatnsverkefni svokölluð þar sem gerð eru vatnsból fyrir þorp í vanþróuðum löndum.  Útvegun fiskibáta til að fólk geti nýtt nálæg fiskimið til lífsviðurværis.

Öll þessi verkefni eru unnin af Rótarýfélögum fyir fjármuni sem Rótarýfélagar leggja sjálfir til að langstærstum hluta.
Þetta eru dæmi um þjónustu ofar eigin hag.

Fjórprófið er sá siðferðisboðskapur sem Rótarýfélagar fara eftir í sínu daglega lífi og starfi og margir atvinnurekendur hafa sett fjórprófið sem viðmið í sínum viðskiptum. Fyrir þá sem ekki þekkja fjórprófið þá hljómar það svona:

Er það satt?
Er það drengilegt?
Eykur það velvild og vinarhug?
Er það öllum til góðs?

Með þessum fjórum spurningum spyrjum við Rótarýfélagar okkur grundvallarspurninga sem lúta að heiðarleika gagnvart þeim sem við eigum samskipti við í leik og starfi. Þennan boðskap má líka finna í kristinni trú meðal annars í gullnu reglunni, en hún hljómar svona:

Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.

Er ekki þarna samhljómur í þeim boðskap sem kristin trú boðar og þeim gildum sem Rótarý byggir á?
Viljum við að einhver svíki okkur í viðskiptum?  Nei við viljum það ekki.
Viljum við að það sé logið að okkur?  Nei við viljum það ekki.
Væri lífið ekki einfaldara og heimurinn betri ef allir tileinkuðu sér gullnu regluna og fjórprófið?
Hvert er megininntakið í kristinni trú? Hver er boðskapurinn?
Segja má að kristin trú boði fyrst og fremst kærleika, fyrirgefningu og umburðarlyndi gagnvart náunganum.
Á sama hátt má einfalda siðareglur Rótarý og segja að hugsjón Rótarý snúist um virðingu og sanngirni gagnvart öðrum.

Ég rakst á litla frétt á mbl.is ekki alls fyrir löngu um „Baráttudag fyrir sanngjörnum viðskiptum“ Þar sagði að 8. maí væri helgaður baráttunni fyrir sanngjörnum viðskiptum um allan heim.
Mér þótti þetta svolítið skondið. Hjá Rótarýfélögum eru allir dagar baráttudagar fyrir sanngjörnum viðskiptum.

Ég vill að lokum biðja ykkur að taka undir með mér þegar ég fer með fjórprófið fært í stökuform af Einari Ragnarssyni félaga í Rótarýklúbb Reykjavík Árbær.

Og við segjum:

Er það satt og er það rétt

Er það siður fagur

Verður af því vinsemd þétt

Vænkast allra hagur.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning