Fréttir

25.10.2017

Rótarýklúbbur Ísafjarðar fagnaði 80 ára afmæli

Rótarýklúbbur Ísafjarðar fagnaði áttatíu ára starfsafmæli 20. október s.l. en hann var stofnaður 20. október 1937. Hátíðarfundur var haldinn á Hótel Ísafirði 21. október sl., þar sem mökum var boðið til kvöldverðar ásamt umdæmisstjóra Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi, Knúti Óskarssyni og eiginkonu hans Guðnýju Jónsdóttur. 

Vel var mætt á fögnuðinn og skemmtu félagar og gestir sér vel og nutu góðra veitinga „við pollinn“. Veislustjóri var séra Magnús Erlingsson og fór hann á kostum eins og honum er einum lagið. 

Á afmælisfundinum var Gísli Jón Hjaltason útnefndur Paul Harris-félagi. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Jóhann Króknes Torfason, forseti Rkl. Ísafjarðar, Gísli Jón Hjaltason og Knútur Óskarsson, umdæmisstjóri. Mynd: Þorsteinn Jóhannesson.


Meðal viðstaddra félaga í Rkl. Ísafjarðar á afmælisfundinum var Jón Páll Halldórsson, sem gekk í klúbbinn fyrir tæpum 62 árum. Hann hafði frá ýmsu að segja úr rótarystarfinu á umliðnum áratugum, þegar hann hitti Knút Óskarsson, umdæmisstjóra. Rótarýklúbbur Ísafjarðar gaf út kynningarbækling um starfsemi sína, sexblöðung sem dreift var á norðanverðum Vestfjörðum. 


Rótarýfélagar frá vinstri: Jónas Þórir Birgisson, Þorsteinn Jóhannesson, Flosi Valgeir Jakobsson, Gísli Jón Hjaltasson, Magnús Erlingsson, Sigurbjörn Karlsson, Jóhann Króknes Torfason, Knútur Óskarsson, Viðar Konráðsson, Gunnar Þórðarson, Jón Páll Halldórsson, Jóhann Ólafsson og Jóhannes G.Jónsson.



Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning