Fréttir
  • Sona og dætrafundur
  • Sona og dætrafundur 2.
  • Sona og dætrafundur 3

17.3.2012

Sona og dætra fundur.

Fimmtudaginn 8. mars var hinn árlegi sona og dætrafundur

haldinn

Fimmtudaginn 8. mars var hinn árlegi sona og dætrafundur haldinn í fundaraðstöðu klúbbsins. Hefð hefur skapast fyrir þessum fundi en þá bjóða félagar börnum sínum eða barnabörnum í bingó og snæddar eru pizzur. Heldur færri mættu að þessu sinni en oft áður og má það sennilega um kenna, tímasetningu fundarinns, en hann skaraðist á við árshátíð miðstigs Árskóla. Allir skemmtu sér þó vel, ekki síst börnin sem fóru glöð og kát heim að lokinni skemmtun með vinninga kvöldsins.