Fréttir
Fræðslumót fyrir verðandi forseta og ritara
Í Menntaskólanum í Kópavogi laugardaginn 14. mars.
Fræðslumót verðandi forseta og ritara 2015-2016 verður haldið í Menntaskólanum í Kópavogi 14. mars n.k. Fræðslumótið er ætlað sem undirbúningur fyrir störf þeirra á komandi starfsári. Ítarlega er fjallað um störf forseta og ritara. Þá er starfsemi hreyfingarinnar á hinum ýmsu sviðum kynnt. Meðfylgjandi er yfirlit yfir dagskrá fræðslumótsins.
