Fréttir

6.6.2018

Golfmót Rótarýumdæmisins á Íslandi árið 2018

Golfmót Rótarýumdæmisins á Íslandi sem fram fer á hverju ári verður að þessu sinni í umsjá Rótarýklúbbs Reykjavíkur og verður mótið haldið á Urriðavelli á svæði Golfklúbbsins Odds fimmtudaginn 28. júní 2018.


Eins og venjan er verður keppnin punktakeppni með forgjöf hjá einstaklingum og sveitum. Þar að auki verður keppt um besta heildarskor einstaklinga, án forgjafar. Verðlaun verða veitt fyrir högg næst holu á öllum par 3 brautum, auk þess sem dregið verður úr skorkortum í lokin.

 Aðalkeppnin er því þríþætt:

  1. Höggleikur án forgjafar, besta skor.  Karlar leika af gulum teigum en konur af rauðum.  Ein verðlaun eru í boði þ.á m. farandbikar.
  2. Punktakeppni með forgjöf – einstaklingskeppni - þrenn verðlaun.
  3. Punktakeppni með forgjöf.  Klúbbakeppni þar sem besta skor tveggja rótarýfélaga í hverjum klúbbi gildir. Þrenn verðlaun þ.á m. farandbikar.

Makar rótarýfélaga eru velkomnir og hafa þeir möguleika á að keppa til allra verðlauna, en telja ekki í sveitakeppninni.

Ekki er unnt að bjóða rástíma frá mörgum teigum á sama tíma.  Rástímar verða í boði frá klukkan 13:00 – 15:00.  Skráning fer fram á www.golf.is og ræður skráning rástímum.   Keppnisfyrirkomulag,  staðarreglur o.fl. verða kynntar fyrir hvern rástíma. Hámarksforgjöf karla verður 24 en hjá konum 28.

Að loknum leik verður sameiginlegur málsverður í golfskála Odds og er matur innifalinn í verðinu. Verð á mann fyrir golfleik og málsverð er kr.  6.000.  Gert er ráð fyrir að um kvöldið verði verðlaunaafhending, dregið úr skorkortum og næsti klúbbur valinn til að halda mótið árið 2019.

Allir Rótarýklúbbar eru beðnir um að upplýsa rótarýfélaga um mótið og hvetja til góðrar þátttöku.

Nánari upplýsingar veita:

Hjálmar Jónsson, GSM 892 7643, netfang: hjalmarjonsson133@gmail.com

Jón Karl Ólafsson, GSM 899 6110, netfang: jonkarlo@outlook.com

Skráning fer fram á www.golf.is en vinsamlegast látið félaga úr undirbúningsnefnd einnig vita með upplýsingum um úr hvaða klúbbi viðkomandi þátttakandi kemur.         Meðfylgjandi myndir voru teknar á golfmóti Rótarý í Grindavík í fyrrasumar. 

 

 

                        


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning