Fréttir
Danir gefa bækur frá tímum stofnunar fyrsta íslenska klúbbsins
Jan Harring og Egill Jónsson |
Við setningu umdæmisþings Rótarýumdæmisins ávarpaði m.a. Jan Harring, fulltrúi norrænu Rótarýumdæmanna og minntist stofnunar fyrsta íslenska rótarýklúbbsins, Rótarýklúbbs Reykjavíkur, en hann var stofnaður af dönsku rótarýhreyfingunni. Færði hann umdæmisstjóra tvær bækur með fréttabréfum danska umdæmisins frá þessum tíma sem m.a. lýsa komu dönsku fulltrúanna til Íslnds með gufuskipi.