Fréttir

14.7.2018

Gott golfmót þrátt fyrir slæmt veður

Golfmót Rótarýhreyfingarinnar var að þessu sinni haldið á Urriðavelli í Garðabæ 28. júní, hjá Golfklúbbnum Oddi. Það var Rótarýklúbbur Reykjavíkur sem sá um að halda mótið.

Að sögn Hjálmars Jónssonar, sem annaðist undirbúning mótsins, var veður slæmt þegar mótið hófst – og fór versnandi allan mótsdaginn. Fæstir létu það á sig fá og luku öllum 18 holum vallarins. 

Úrslitin urðu sem hér segir:

Punktakeppni karla:

  1. Hjálmar Jónsson
  2. Grétar Leifsson
  3. Gunnar Magnússon

Punktakeppni kvenna:

  1. Margrét Halldórsdóttir
  2. Sigríður Björg Stefánsdóttir
  3. Auður Harpa Þórsdóttir

Sigurvegari í höggleik var Grétar Leifsson.

Keppni um farandbikar Rótarýhreyfingarinnar.

Þar telur stigaskor tveggja efstu keppenda úr hverjum klúbbi.

  1. Sigurvegari var Rótarýklúbbur Reykjavíkur

Keppendur voru Hjálmar Jónsson og Jón Karl Ólafsson

  1. Í öðru sæti Rótarýklúbburinn Borgir

Keppendur þær Margrét Halldórsdóttir og Málfríður K. Kristiansen

  1. Í þriðja sæti Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar

Keppendur Jóhannes Pálmi Hinriksson og Sigríður Björg Stefánsdóttir

  1. Í fjórða sæti Rótarýklúbbur Keflavíkur

Þar voru keppendur Guðlaugur Grétar Grétarsson og Georg Viðar Hannah.

 

 

 




Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning