Gott golfmót þrátt fyrir slæmt veður
Golfmót Rótarýhreyfingarinnar var að þessu sinni haldið á Urriðavelli í Garðabæ 28. júní, hjá Golfklúbbnum Oddi. Það var Rótarýklúbbur Reykjavíkur sem sá um að halda mótið.
Að sögn Hjálmars Jónssonar, sem annaðist undirbúning mótsins, var veður slæmt þegar mótið hófst – og fór versnandi allan mótsdaginn. Fæstir létu það á sig fá og luku öllum 18 holum vallarins.
Úrslitin urðu sem hér segir:
Punktakeppni karla:
- Hjálmar Jónsson
- Grétar Leifsson
- Gunnar Magnússon
Punktakeppni kvenna:
- Margrét Halldórsdóttir
- Sigríður Björg Stefánsdóttir
- Auður Harpa Þórsdóttir
Sigurvegari í höggleik var Grétar Leifsson.
Keppni um farandbikar Rótarýhreyfingarinnar.
Þar telur stigaskor tveggja efstu keppenda úr hverjum klúbbi.
- Sigurvegari var Rótarýklúbbur Reykjavíkur
Keppendur voru Hjálmar Jónsson og Jón Karl Ólafsson
- Í öðru sæti Rótarýklúbburinn Borgir
Keppendur þær Margrét Halldórsdóttir og Málfríður K. Kristiansen
- Í þriðja sæti Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar
Keppendur Jóhannes Pálmi Hinriksson og Sigríður Björg Stefánsdóttir
- Í fjórða sæti Rótarýklúbbur Keflavíkur
Þar voru keppendur Guðlaugur Grétar Grétarsson og Georg Viðar Hannah.