Til rótarýfélaga á Íslandi, október 2009
Frá æskulýðsnefnd umdæmisins
Kæru rótarýfélagar.
Æskulýðsnefnd sendir ykkur nú bréf með helstu fréttum frá nefndinni
Athugið vel að frestur til að sækja um ársdvöl sem skiptinemi erlendis er til 1. desember.
Umsóknarfrestur fyrir ungt fólk sem vill gerast skiptinemar næsta skólaár, frá hausti 2010 til vors 2011, rennur út 1. desember næstkomandi. Aldur skiptinema er 16 – 18 ár og þeir dvelja ellefu mánuði í gestgjafalandinu á heimilum sem rótarýklúbbar á viðkomandi stað velja. Skiptin eru gagnkvæm. Ef klúbbur skrifar undir pappíra fyrir íslenskan skiptinema til ársdvalar þá þarf sá klúbbur að taka á móti erlendum skiptinema á sama tíma. Þetta er frábært tækifæri fyrir unglinga til að kynnast nýju umhverfi og siðum, þroskast og læra nýtt tungumál.
Rótarýskiptinemar veturinn 2009 - 2010
Í vetur eru tveir erlendir skiptinemar á Íslandi frá Brasilíu og Þýskalandi og þrjú íslensk ungmenni eru skiptinemar erlendis í sömu löndum á vegum Rótarý.
Sumarbúðir og vetrarbúðir
Fjórir íslenskir skiptinemar fóru í sumarbúðir sumarið 2009. Þau eru flest börn rótarýfélaga í rótarýklúbbum Hafnarfjarðar, Seltjarnarness, Mosfellssveitar og Borga, Kópavogi. Þátttakendur í sumarbúðum Rótarý þurfa ekki að vera börn rótarýfélaga. Verður auglýst nánar í mars.
Bæklingur æskulýðsnefndar og PowerPoint kynning.
Við minnum á kynningarbækling æskulýðsnefndar sem hægt er að nálgast á skrifstofu Rótarýs. Einnig er hægt að fá á rafrænu formi PowerPoint kynningu á æskulýðsstarfi Rótarýs.
Heimasíða.
Á nýrri og glæsilegri heimasíðu Rótarý á Íslandi: www.rotary.is eru ýmsar upplýsingar varðandi starf æskulýðsnefndar. Hægt er að finna handbækur og ýmsa bæklinga um æskulýðsmál sem Rotary International gefur út.
Við í æskulýðsnefnd hvetjum ykkur til að hafa samband við okkur til að fá hugmyndir og aðstoð.
Með rótarýkveðju,
Æskulýðsnefnd Rótarýs 2009 - 2010
Hanna María Siggeirsdóttir, formaður
Rkl. Reykjavík - miðborg. Gsm: 893 – 3141
Netfang: hanna@apotek.is
Hallfríður Helgadóttir (Halla)
Rkl. Hafnarfjarðar. Gsm: 662 – 5709
Netfang: h.helgadottir@gmail.com
Jón Ásgeir Jónsson
Rkl. Hafnarfjarðar. Gsm: 820 – 3315
Netfang: jasgeir@archives.is