Fréttir

28.8.2006

Aukin samskipti Rótarýfélaga gegnum heimasíður auðvelda upplýsingastreymi

Samskipti manna á meðal hafa breytst mjög hin síðari ár, og í flestum tilfellum til hins betra. Allar breytingar hafa sem hafa miðað að bættum samskiptum manna á milli, síðan sendibréfaviðskipti eða gönguferðir milli bæja voru einu tjáskiptin, hafa mætt vissri andspyrnu í upphafi, en hafa síðan verið teknar í sátt, og þótt sjálfsagðar og eðlilegar tækniframfarir í nútímaþjóðfélagi. Íslenskir bændur mótmæltu t.d. lagningu símans um landið frá Seyðisfirði fyrir öld, þótt enginn skilji í dag af hverju, tölvur voru litnar hornauga í upphafi, farsímar voru í upphafi álitnir leikfang sem ekki ættu neina framtíð fyrir sér en eru í dag sjálfsagt samskiptatæki, og þannig mætti lengi telja.

 

Með aukinni tölvuvæðingu hefur vefsíðum fjölgað mjög í viðskiptalífinu og eru öll fyrirtæki sem eitthvað mega sín með heimasíðu þar sem hægt er að fá allar grunnupplýsingar um samskipti við fyrirtækið, og svo auðvitað upplýsingar um símanúmer fyrirtækisins og netföng starfsmanna ef ná þarf sambandi.

 

 

Aðrir klúbbar hafa staðið sig betur og birta reglulega fréttir af starfseminni, sem ætti að vera markmið allra klúbba að gera. Sumir klúbbar senda út fréttir og tilkynningar til sinna félaga á netinu, þ.e. á þeirra netföng, en það er allt of fátítt og reyndar óskiljanlegt af hverju þessi tækni er ekki betur nýtt í Rótarýhreyfingunni eins almenn og hún er orðin í viðskiptalífinu og til einkanota.

 

Það er einnig óskiljanlegt af hverju félagar gefa ekki upp netfang sitt í félagatali, ef það er til, sem og aðrar venjulegar upplýsingar, s.s. heimilisfang og vinnusíma auk stutts ágrips af lífsferli viðkomandi félaga. Sumir telja að með því gefi þeir kost á því að til þeirra verði sendur ruslpóstur alls óskyldur Rótarýhreyfingunni, en það er til einföld tæknileg aðgerð sem hindrar að utanaðkomandi aðilar geti nýtt sér það í óþökk Rótarýhreyfingarinnar.

 

Fréttir á heimasíðu Rótarýhreyfingarinnar, www.rotary.is, hafa birst af og til en það hefur alls ekki verið nógu markvisst, og fréttir þar af starfsemi klúbbanna eru allt of fáséðar á heimasíðu hreyfingarinnar. Það er einnig hægt að koma því í kring að þeir sem þess óska fái tilkynningu um það á sitt netfang þegar nýjar fréttir eru að heimasíðunni. Það gætu einnig þeir klúbbar sem hafa heimasíðu gert gagnvart sínum félagsmönnum. Slíkar tilkynningar er hægt að senda hvort heldur sem er í tölvupósti eða farsíma, jafnvel hvoru tveggja.

 

Heimasíða Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi ætti að vera það samskiptanet allra klúbba og félagsmanna Rótarý á Íslandi sem hægt væri að leita til um hvaðeina sem er að gerast í hreyfingunni, í starfsemi einstakra klúbba og í starfi alþjóðahreyfingarinnar. Eins ættu allir Rótarýklúbbar að hafa ?link? inn á heimasíðu Rótarýhreyfingarinnar, og inn á heimasíður sem flestra annara klúbba á Íslandi.

 

En það gerist ekki sjálfvirkt.

Undirritaður hefur ásamt fleirum tekið að sér að reyna að leiða þetta mál til farsællar lausnar. Það verður m.a. gert með því að hafa samband við klúbbbana og jafnvel leiðbeina þeim um það hvernig hægt er að bæta úr þessu, og uppi eru hugmyndir um að til að byrja með verði farið fram á það að skipaður verði sérstakur fjölmiðlafulltrúi til að létta þessi ?oki? af riturum klúbbanna. Guðmundur Björnsson, umdæmisstjóri, mun einnig ámálga þetta í heimsóknum sínum til klúbbana á þessu starfsári.

 

Einnig má benda á að með aukinni heimasíðunotkun og auknum samskiptum milli Rótarýfélaga á netinu, verður hreyfingin mun sýnilegri í þjóðfélaginu, fleiri vita af hinum góðu verkum sem Rótarý stendur fyrir, bæði á landsvísu og eins í einstökum sveitarfélögum. Aukin þekking landsmanna á Rótarýhreyfingunni eyðir einnig misskilningi og jafnvegi rógi um starfsemi hennar. Ef Rótarýhreyfingin verður opnari með aðstoð netvæðingar, er það hið besta mál. Það kann einnig að auðvelda félagaöflun í nánustu framtíð.

 

En öll þessi áform eru andvana fædd ef ekki verður um samhug að ræða í verki.

 

Geir A. Guðsteinsson

Rótarýklúbbi Kópavogs.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning