Fréttir

27.1.2015

Umdæmisstjóri ræddi um Rótarý í útvarpsviðtali

Guðbjörg Alfreðsdóttir, umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi, kom fram í útvarpsþættinum „Segðu mér“ á Rás 1 í Ríkisútvarpinu að morgni þriðjudagsins 27. janúar. Sigurlaug M. Jónasdóttir, umsjórnarmaður þáttarins, ræddi við Guðbjörgu um starfsemi Rótarýhreyfingarinnar hér á landi og erlendis auk þess sem Guðbjörg sagði frá starfsferli sínum sem lyfjafræðingur og ræddi persónuleg áhugamál sín og viðfangsefni.

Segja má að þetta útvarpsviðtal marki upphaf að kynningu á Rótarý á Íslandi, sem fram fer meðal almennings á næstu vikum og nær hámarki á Rótarýdeginum 28. febrúar n.k. Þann dag ætla rótarýkúbbarnir um allt land, 30 að tölu, að vekja athygli á starfsemi sinni í heimabyggðunum á margvíslegan hátt og laða almenning til þátttöku í viðburðum, sem ýmsir klúbbarnir hyggjast standa fyrir.

Viðtalið við Guðbjörgu í þættinum „Segðu mér“ varpaði ljósi á mörg þeirra merku verkefna, sem Rótarý á Íslandi beitir sér fyrir.  Smellið hér til að hlýða á viðtalið.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning