Fréttir

26.3.2011

Nýir félagar hjá Rótarýklúbbnum Görðum

Á fundi þann 21. mars sl. voru tveir nýir félagar teknir inn í klúbbinn. Það eru þeir Elías Kristjánsson forstjóri Kemis ehf. og Össur Stefánsson framkvæmdastjóri Álfaborgar ehf. Meðmælandi var Ragnar Önundarson.

Gardar_nyir_felagar_2011_03Elías tekur jafnframt sæti í Þjóðmálanefnd og Össsur í Alþjóðanefnd. Það var Páll Hilmarsson forseti sem sá um inntökuna og bauð félaga velkomna í hópinn. Rótarýfélagar tóku undir með lófaklappi. Við óskum nýjum félögum gæfu og gengis í starfinu með klúbbnum.