Fréttir

20.11.2006

Málþing um málefni fatlaðra í Rangárvallasýslu

Rótarýklúbbur Rangæinga hefur starfað að ræktun lýðs og lands í rúm 40 ár.

Klúbburinn hélt afar velheppnað málþing um málefni fatlaðra í Rangárvallasýslu, fimmtudaginn 15. nóvember sl. í Hvolnum Hvolsvelli. Tilgangur málþingsins var að varpa ljósi á stöðu fatlaðra í byggðarlaginu og finna leiðir til að bæta hana, því í rannsóknum að undanförnu hefur komið glögglega í ljós að brýn þörf er á að efla þjónustu við fatlaða í heimabyggð.

Lúðvík Bergmann forseti Rótarýklúbbs Rangæinga í ræðustól.

Alls komu nærri 70 manns á málþingið og var gerður góður rómur að afar vönduðum framsöguerindum. Sveitarstjóri Rangárþings eystra, Unnur Brá Konráðsdóttir kynnti m.a. stefnumótun sveitarfélagsins í málefnum fatlaðra og sveitarstjóri Rangárþings ytra kynnti einnig aðgerðir þess sveitarfélags. Umræður urðu miklar og fjölmargir tóku til máls. Frummælendur svöruðu greiðlega fjölda fyrirspurna.

Rótarýklúbbinum voru færðar sérstakar þakkir fyrir þetta brýna framtak og hyggjast félagar hans halda áfram á þessari braut. 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning