Fréttir
  • Polio Plus Indland

28.2.2012

Indland laust við lömunarveiki!

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur opinberlega upplýst að Indland er ekki lengur á lista yfir lönd með lömunarveiki  Þetta var tilkynnt í New Delhi 25. febrúar sl. en ár er síðan síðasta tilfellið var greint.

Með stuðningi rótarýfélaga um allan heim, m.a. frá Íslandi, hafa indverskir rótarýfélagar lagt gríðarlega vinnu og fjármagn til að útrýma lömunarveiki í landinu. Á Indlandi eru um 119 þús. rótarýfélagar. Rotary International hefur verið í stóru hlutverki í baráttunni og leiðandi aðili í samtökunum Global Polio Eradication Initiative síðan 1988 í samstarfi við Alþjóða heilbrigðismálastofnunina, WHO, UNICEF og U.S. Centers for Disease Control and Prevention. Hefur sjóður Bill & Belindu Gates lagt háar fjárhæðir í verkefnið. Indverskum heilbrigðisyfirvöldum er einnig þakkað en fram til þessa hafa indversk stjórnvöld lagt sem svarar 150 milljörðum íslenskra króna í verkefnið.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning