Indland laust við lömunarveiki!
Með stuðningi rótarýfélaga um allan heim, m.a. frá Íslandi, hafa indverskir rótarýfélagar lagt gríðarlega vinnu og fjármagn til að útrýma lömunarveiki í landinu. Á Indlandi eru um 119 þús. rótarýfélagar. Rotary International hefur verið í stóru hlutverki í baráttunni og leiðandi aðili í samtökunum Global Polio Eradication Initiative síðan 1988 í samstarfi við Alþjóða heilbrigðismálastofnunina, WHO, UNICEF og U.S. Centers for Disease Control and Prevention. Hefur sjóður Bill & Belindu Gates lagt háar fjárhæðir í verkefnið. Indverskum heilbrigðisyfirvöldum er einnig þakkað en fram til þessa hafa indversk stjórnvöld lagt sem svarar 150 milljörðum íslenskra króna í verkefnið.