Fréttir

5.6.2015

Skráning á skjölum umdæmisins

Á fundi umdæmisráðs fyrr á árinu var samþykkt að hefja flokkun á miklu magni skjala og annarra gagna sem safnast hafa upp á skrifstofu umdæmisins undanfarin ár.

Sigurður Egill Þorvaldsson, rótarýfélagi og núverandi ritari í Rkl Árbæjar, átti frumkvæðið að þessu verkefni. Jón Ásgeir Jónsson, Rkl Görðum, kom til liðs við Sigurð snemma í ferlinu. Þeir hafa nú hafið verkið í Brautarholti 6 og þar bíður þeirra myndarlegur stafli af kössum, sem eru fullir af skjölum til skráningar. Myndin var tekin er Guðbjörg Alfreðsdóttir, umdæmisstjóri, leit inn til þeirra félaga og kynnti sér aðstæður. Talið frá vinstri: Sigurður Egill, Guðbjörg, Jón Ásgeir.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning