Fréttir

21.1.2007

Nýtt tímarit á netinu

Alþjóðasamtök rótarý hafa nýlega hafið útgáfu gagnvirks tímarits á netinu. Það heitir Interactive og slóðin er þessi: http://www.rotary.org/interactive/index.html.

 

Í þessu blaðinu má lesa um það sem er að gerast í rótarýheiminum - hvernig rótarý vinnur með fólki víða um heim. Blaðið kemur út mánaðarlega og eru eldri eintök geymd á netinu. Hvert blað inniheldur ákveðið þema. Í fyrsta tölublaði, sem kom út í september var fjallað sérstaklega um ólæsi og hvernig rótarý vinnur að því að útrýma því. Ekki bara í þróunarlöndum heldur einnig í hinum vestræna heimi því víða er ólæsi til staðar og oft í nánasta umhverfi.

 

Ein frásögnin í blaðinu er t.d.af lestrarkennslu í Ohio í USA þar sem rótarýklúbburinn í Lake Township hefur tekið að sér að hvetja börn innflytjenda til að lesa og í þeim tilgangi m.a. gefið á annað hundrað barnabækur frá áriu 2005 þegar verkefnið hófst.

Að sögn Theresu Brooks sem er formaður innflytjendaráðs Ohio er rótarýklúbburinn þeim mikill styrkur og ?ef það er eiginlega saman hvað við biðjum um, klúbburinn reynir hvað hann getur að útvega okkur það.?


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning