Fréttir

13.10.2014

Umdæmisþingið: Sýningin „Ertu tilbúin, frú forseti?“ heimsótt

Vigdís Finnbogadóttir varpaði ljósi á sýninguna „Ertu tilbúin, frú forseti?“, þar sem sýndir eru viðhafnarkjólar sem Vigdís klæddist við hátíðleg tækifæri í forsetatíð sinni, hattar og heiðursmerki auk ljósmynda.

Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður safnsins, kynnti sýninguna. Þess má geta að þær Vigdís og Harpa eru báðar félagar Rótarý.

Vigdís flutti bráðskemmtilega ræðu þar sem hún rifjaði upp atvik úr opinberum utanlandsferðum sínum. Hún sagði að mikil áhersla hefði verið lögð á að hún  kynnti ullarvörur á erlendum vettvangi, þess vegna hefðu fyrstu utanyfir flíkurnar átt uppruna sinn í Sláturfélagi Suðurlands. Við opinbera heimsókn til Danmerkur hefði danska pressan sagt: „Dronningen var i mink. Islands præsident i får”!

Í lok heimsóknarinnar flutti Eiríkur Þorbjörnsson, forseti Rótarýklúbbsins Görðum, stutt ávarp og færði Vigdísi gjöf í þakklætisskyni fyrir móttökurnar.

Um kvöldið var þinggestum boðið til rótarýfundar hjá Rótarklúbbnum Görðum. Þar flutti Eiríkur Þorbjörnsson, forseti  stutt ávarp og afhenti hinum erlendu gestum borðfána Garðabæjarklúbbsins.

Kvennakór Garðabæjar söng á rótarýfundinum


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning