Fréttir
  • Á hjóli á rótarýfundi

16.9.2010

Með hjólið inn á rótarýfund

Með hjálm á höfði og í hjólagallanum mætti Sigurjón Pétursson Rkl. Hafnarfjarðar þegar hann ætlaði að segja frá hjólaferð sinni og konu sinnar í kringum Ísland í sumar en hjólið fékk hann í 60. afmælisgjöf frá konunni.
Á hjóli á rótarýfundi - spenntir horfa á

Hann kom að vísu ekki hjólandi í salinn, en næstum því, hann reiddi hjólið inn, klifjað farangri eins og þegar hann hjólaði fyrstu löngu hjólreiðaferð sína - umhverfis Ísland á tveimur vikum. Sýndi hann myndir frá ferðinn og sagði frá reynslu sinni og sagði að hver sem er gæti gert þetta!


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning