Fréttir

2.4.2007

Ertu búin(n) að skrá þig á umdæmisþingið?

Nú er hægt að skrá sig rafrænt á Umdæmisþing Rótarýumdæmisins á Íslandi 2007 sem haldið verður í Reykjanesbæ 8.-9. júní nk.

Formót verður fyrir verðandi forseta og ritara á föstudeginum auk þess sem boðið er upp á makadagskrá og móttöku í boði Reykjanesbæjar.

Rótarýfundur verður föstudagskvöldið í Kirkjulundi en rótarýfundir í tengslum við umdæmisþing hafa gjarnan verið mjög glæsilegir og skemmtilegir.

Umdæmisþingið verður í Fjölbrautarskóla Suðurnesja og er þingið opið öllum rótarýfélögum og mökum þeirra verður boðið að taka þátt í makadagskrá kl. 13.15-16.

Móttaka verður í boði Hitaveitu Suðurnesja kl 18 en Hátíðarkvöldverður verður í Eldborg, Svartsengi kl. 19.30.

Sjá nánar um þingið undir Umdæmið - Umdæmisþing - Umdæmisþing 2007.

 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning