Fréttir

15.2.2010

Fræðslumót verðandi forseta 20. mars nk.

Fræðslumót verðandi forseta, PETS, (Presidents-Elect Training Seminan) verður haldið í Menntaskólanum í Kópavogi 20. mars nk. Skyldumæting er fyrir verðandi forseta á þetta mót en verðandi riturum er jafnframt boðið að mæta.

Dagskráin verður viðameiri en fyrr þar sem hluti af fræðslu formóts sem verið hefur samhliða umdæmisþingi verður sameinað PETS og því má gera ráð fyrir strangri dagskrá frá morgni til kvölds. Verðandi ritarar eru hvattir til að tilkynna þátttöku sína á skrifstofu Rótarýumdæmisins í síma 568 2233 eða til rotary@rotary.is Gert er ráð fyrir mætingu forseta enda lítur RI á að skyldumæting sé fyrir þá. Margrét Friðriksdóttir, verðandi umdæmisstjóri stýrir mótinu.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning