Fréttir

8.12.2005

Rótarýklúbbur Selfoss gefur jólatré

Agnar Pétursson, varaforseti klúbbsins og Halla Jóhannsdóttir frá Viss, sem kveikti á jólatrénu.


Rótarýklúbbur Selfoss hefur gefið Viss, vinnu- og hæfingarstöðinni á Selfossi glæsilegt jólatré, 15 ára stafafuru frá Snæfoksstöðum í Grímsnesi. Kveikt var á jólatrénu við hátíðlega athöfn föstudaginn 1. desember eða um leið og jólamarkaður Viss var opnaður. Það voru Suðurlandsskógar og Skógræktarfélag Árnesinga, sem gáfu klúbbnum félagið til að gefa það áfram til Viss.

 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning