Fréttir

10.11.2008

Síðasta ferðin

Siðasta ferðin er yfirskriftin á erindi Elínar Hirst fréttamanns á fundi Rótaryklúbss Grafarvogs næsta miðvikudag, 12.11. Þeir rótarýfélagar sem vilja koma og hlusta á Elínu geta haft samband við ritara klúbbsins og látið vita af sér.

Í erindinu fjallar Elín um heimildamynd um vesturfarana sem hún er með í smíðum og stendur til að frumsýna um jólin.

Nafnið er dregið af þeim tregafullu tilfinningum sem bærðust í brjósti margra ferðalanga þegar þeir horfðu á Íslandsstrendur hverfa í blámann og vissu að þeir myndu aldrei aftur líta heimalandið. Áhugavert efnið sem á erindi við okkur ekki síður á þessum tímum en fyrir rúmri öld þegar fjöldi fólks flúði heimalandið vegna ömurlegs efnahags og náttúruhörmunga.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning