Fréttir

28.5.2014

Skráning í golfmót Rótarý er hafin

Nú er byrjað að skrá þátttakendur í hið árlega golfmót rótarýklúbba á Íslandi, sem haldið verður á golfvelli Golfklúbbs Reykjavíkur í Grafarholti þann 26. júní 2014. Rótarýklúbbar eru beðnir um að upplýsa rótarýfélaga um mótið og hvetja til góðrar þátttöku. Vonast er til að þátttakendur verði víða af landinu. Það er  Rótarýklúbburinn Reykjavík-Breiðholt sem hefur umsjón með mótinu að þessu sinni.

Keppt verður í punktakeppni með forgjöf hjá einstaklingum og sveitum. Þar að auki verður keppt um besta skor (brutto) einstaklinga og næst holu á öllum par 3 brautum.

Makar rótarýfélaga eru velkomnir og hafa þeir möguleika á að keppa til allra verðlauna utan sveitarkeppninnar, en þar telja tveir bestu rótarýfélagar frá hverjum klúbbi. Öll holl verða ræst út frá fyrsta teig og rástímar verða frá kl. 9:00 um morguninn. Við ræsingu holla verður farið nánar yfir keppnisfyrirkomulag og staðarreglur.

Að loknum leik verður boðið upp á koníaksbætta sjávarréttasúpu með léttþeyttum rjóma sem er innifalin í verðinu. Þá verður verðlaunaafhending, dregið úr skorkortum og næsti klúbbur valinn til að halda mótið árið 2015. Þátttökugjald er kr. 6.900 á mann.

Skráning fer þannig fram að þeir sem ætla að taka þátt senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið snk@ferill.is Í tölvupóstinum þarf að koma fram nafn þátttakanda, kennitala, forgjöf og hvaða rótarýklúbbi og golfklúbbi viðkomandi tilheyrir.( Ekki er nauðsynlegt að vera í golfklúbbi). Rástímar verða svo settir inn á golf.is

Tilkynning um þátttöku þarf að hafa borist eigi síðar en 20. júní. Frekari upplýsingar veitir Snæbjörn Kristjánsson, gsm. 840-1604,  netfang: snk@ferill.isÚtlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning