Fréttir

22.3.2013

Fjórðungur virkra rótarýfélaga konur

Í dag eru 1258 félagar í rótarýklúbbum á Íslandi þar af 120 heiðursfélagar. Af þeim eru 22,5% konur, þar af tveir heiðursfélagar. Þegar hlutfall kvenna af virkum rótarýfélögunum 1138 þá kemur í ljós að um fjórðungur eða 24,7% rótarýfélaga eru konur.

Í nýjasta hefti Rotary Norden er fjallað um konur í rótarý og þar er sagt að um 20% íslenskra rótarýfélaga séu konur og er það því vægt til orða tekið.

Þegar skipting embætta á milli kynja er skoðuð kemur í ljós að 35,5% forseta eru konur (einhver klúbbur er reyndar skráður með tvo forseta), 29% ritara eru konur, 30% stallara (aðeins 20 klúbbar með skráðan stallara), 32% gjaldkera og 16,7% fráfarandi forseta (aðeins 24 skráðir). Á næsta ári verð um 21% forseta konur (einn klúbbur er ekki með skráðan verðandi forseta) og 42% ritara verða konur (4 klúbbar hafa ekki skráð verðandi ritara).


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning