Fréttir

29.11.2006

Viðskiptaráðherra gestur á Selfossi

Björgvin Guðni Sigurðsson, viðskiptaráðherra var gestur á fundi Rótarýklúbbs Selfoss þriðjudagskvöldið 27. nóvember í Hótel Selfossi. Mæting á fundinn var með allra besta móti, eða 97%.  Björgvin fjallaði um ýmis mál í erindi sínu, m.a. um tvöföldun Suðurlandsvegarins, evruna, samstarfið í ríkisstjórninni, neytendamál og fleira og fleira. Að lokinni framsögu svaraði hann fjölmörgum spurningum fundarmanna. Á dagskrá Rótarýklúbbs Selfoss í desember er m.a. aðventukvöld í Tryggvaskála 11. desember og heimsókn á Alþingi föstudaginn 21. desember.  Meðfylgjandi mynd var tekin af Agnari Péturssyni, forseta klúbbsins með viðskiptaráðherra á fundinum á Selfossi.

 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning