Fréttir

29.4.2006

Heiðursfélagi í Rótarýklúbbi Selfoss

Þórarinn Sigurjónsson í Laugardælum við Selfoss hefur verið gerður að heiðursfélaga í Rótarýklúbbi Selfoss. Þórarinn sem er 83 ára hefur verið í klúbbnum í 50 ár, gekk í hann 9. nóvember 1956. Þórarinn var forseti klúbbsins 1964 til 1965 og hefur gengt ýmsum störfum innan hans. Í 12 ár sat Þórarinn á alþingi fyrir Framsóknarflokkinn. Þá er það að frétta af Rótarýklúbbi Selfoss að fjórir nýir félagar hafa bæst í klúbbinn síðustu vikur og eru félagar alls í dag 40 talsins. Á meðfylgjandi mynd er Þórarinn og Þorvarður Hjaltason, forseti klúbbsins þegar Þórarinn var gerður að heiðursfélaga.

 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning